Til leigu á Austurlandi

Bærinn Óseyri er í botni Stöðvarfjarðar  4km frá þorpinu. Þar er að finna ýmsa þjónustu og afþreyingu.

Steinasafn Petru Sveinsdóttur er á Stöðvarfirði. Safnið hefur rækilega sett Stöðvarfjörð á kortið en safnið er einn vinsælasti ferðamannastaður Austurlands.

Gallerí Snærós selur flottar myndir og muni. Salthúsmarkaðurinn þar sem Íslensk vönduð hönnun er seld á góðu verði.

Það er tilvalið að velja sér einhverja af fjölmörgum skemmtilegum gönguleiðum hvort sem er til fjalla eða fjörum á Stöðvarfirði og skella sér svo í sund á eftir. Góð útisundlaug með heitum potti er opin yfir sumarið. 
 
Aldan er falleg sandfjara sem er beint fyrir framan Óseyri og er tilvalin í stuttan göngutúr. Smáfólkinu finnst frábært að hlaupa um og leika sér í sandinum.

Einbúinn er mikill klofinn steindrangi uppi í Janfardal. Þangað er búið að merkja gönguleið og það er þess virði að ganga upp í dalinn til að skoða hann.

Saxa er lítil klettavík rétt utan við fjörðinn í henni myndast mikil gost í ákveðnum vindáttum.  Sjórinn þrýstist inn í einstaka vík í berginu og hendir sjó og þara tugi metra upp á land. 

Í landi Óseyrar er skógrækt og þar eru slóðar sem gaman er að labba eftir. Rauði stígurinn byrjar við Óseyri og er 7km hringur. (stikaður) 


KIíktu á Stöðvarfjörð

Steinasafn Petru Sveinsdóttur; ótrúlegt safn.


Einbúinn er vel þess virði að skoða.


 Súlunar einhver formfegurstu fjallatindar landsins.